Tilhæfulaus árás á lögreglu

Ung kona er í haldi lögreglunnar á Selfossi en hún var handtekin í nótt fyrir utan skemmtistað í bænum. Konan kastaði glasi í höfuð lögreglumanns sem sinnti verkefni við skemmtistaðinn. Að sögn lögreglu átti árásin sér ekki undanfara og var að því virðist án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.

Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka á höfði. Árásarkonan verður yfirheyrður þegar líður á morguninn.

Jafnframt var einn tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæminu og öðrum tókst að velta bíl sínum með leikaraskap. Sá var að reykspóla innanbæjar á Selfossi en vildi ekki betur til en svo að hann missti stjórn á bílnum sem valt. Ökumaðurinn meiddist ekki, en töluverðar skemmdir urðu á bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert