Treysta ekki AGS og ESB

44% sögðust bera lítið traust til Evrópusambandsins.
44% sögðust bera lítið traust til Evrópusambandsins. Reuters

Mikill minnihluti þjóðarinnar treystir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að því er kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Einnig sagðist nærri helmingur þátttakenda í könnun Capacent Gallup bera mikið traust til Evrópusambandsins.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að 71% þátttakenda í Þjóðarpúlsi Gallup sagðist bera lítið traust til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 24% sögðust hvorki bera mikið né lítið traust til sjóðsins, og 6% sögðust bera mikið traust til hans. Nærri helmingur kjósenda Samfylkingarinnar segist bera lítið traust til sjóðsins en hjá Framsóknarflokki 84%. Á landsbyggðinni sögðust 75% bera lítið traust til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið tæplega 70%.

Þá sögðust 44% bera lítið traust til Evrópusambandsins en um 25% sögðust bera mikið traust til ESB. Sextíu og fimm prósent kjósenda Samfylkingarinnar sögðust þó bera mikið traust til Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert