Treysta ekki AGS og ESB

44% sögðust bera lítið traust til Evrópusambandsins.
44% sögðust bera lítið traust til Evrópusambandsins. Reuters

Mik­ill minni­hluti þjóðar­inn­ar treyst­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum að því er kem­ur fram í Þjóðar­púlsi Gallup. Einnig sagðist nærri helm­ing­ur þátt­tak­enda í könn­un Capacent Gallup bera mikið traust til Evr­ópu­sam­bands­ins.

Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að 71% þátt­tak­enda í Þjóðar­púlsi Gallup sagðist bera lítið traust til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. 24% sögðust hvorki bera mikið né lítið traust til sjóðsins, og 6% sögðust bera mikið traust til hans. Nærri helm­ing­ur kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ist bera lítið traust til sjóðsins en hjá Fram­sókn­ar­flokki 84%. Á lands­byggðinni sögðust 75% bera lítið traust til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins en á höfuðborg­ar­svæðinu var hlut­fallið tæp­lega 70%.

Þá sögðust 44% bera lítið traust til Evr­ópu­sam­bands­ins en um 25% sögðust bera mikið traust til ESB. Sex­tíu og fimm pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sögðust þó bera mikið traust til Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert