17.701 stöðugildi hjá ríkinu

Stór hluti ríkisstarfsmanna starfar innan heilbrigðiskerfisins.
Stór hluti ríkisstarfsmanna starfar innan heilbrigðiskerfisins.

Stöðugildi hjá íslenska ríkinu voru 17.701 í lok september að því er kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Eru þetta álíka mörk stöðugildi og voru árið 2006 en árið 2007 fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu í 18.547 og á síðasta ári voru þau 18.243.

Svarið er við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Fram kemur í svarinu að í október árið 2005 voru 16.000 stöðugildi hjá ríkinu. Á árinu 2006 færði stærsti hluti heilbrigðisstofnana launaafgreiðslu sína yfir til ríkisins, eða sem samsvarar um 1500 stöðugildum.

Einnig voru gerðar breytingar árið 2006 og var lögregluumdæmum þá fækkað í 15. Þessi breyting hafði áhrif á fjölda stöðugilda innan löggæslunnar sem og í öðrum störfum.

Svarið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert