Guðmundur flyst til fjármálaráðuneytis

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í dag fallist á ósk fjármálaráðherra um að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, flytjist í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá og með 1. nóvember 2009.

Guðmundur var settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu þann 11. júní sl.

Guðmundur er með háskólapróf í stjórnmálafræði og alþjóðastjórnmálum. Hann var skipaður deildarstjóri í forsætisráðuneyti í ársbyrjun 1992 og skrifstofustjóri í sama ráðuneyti frá ársbyrjun 1996.

Guðmundur var settur ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti í september 2002 og skipaður ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í mars 2003.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert