Íslenskri bókaútgáfu gengur vel í Danmörku

TIM WIMBORNE

Íslenska útgáfufyrirtækið Hr. Ferdinand er að gera það gott í Danmörku. Greint er frá því á vef Jótlandspóstsins að fyritækið sé í stríði við samtök bókaútgefenda, Indeks Retail, sem inniheldur næstum helming allra bókaútgefenda í Danmörku, þar sem Hr. Ferdinand hafi ekki viljað setja fast verð á nýjustu metsölubók Dans Brown, Týnda táknið. Útgáfan hefur hagnast vel á því að gefa út bækur Browns. Fyrsta upplagið af Týnda tákninu er nú prentað í 145.000 eintökum á dönsku.

,,Á tímum þegar bókabransinn líður fyrir minnkandi sölu eykur forlagið væntingarnar og reiknar með veltuaukningu upp á 41% í starfseminni, fyrir utan það sem viðkemur Dan Brown-bókinni," segir á vef Jótlandspóstsins.

,,Á krepputímum þarf maður að finna nýjar leiðir og við höfum verið mjög einbeitt í því að selja bækurnar og höfum fundið vini í stórmörkuðunum, á netinu og hjá Arnold Busck, sem vill gjarnan selja bækurnar okkar. Allar bækurnar okkar hafa selst jafnt og vel, svo við fáum gott ár í ár," er haft eftir Snæbirni Arngrímssyni hjá Hr. Ferdinand.

Frétt Jótlandspóstsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert