Noodle Station ekki lokað að kröfu yfirvalda

Skólavörðustígur.
Skólavörðustígur. mbl.is/Júlíus

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur hefur ekki farið fram á að veitingastaðnum Noodle Station á Skólavörðustíg verði lokað á grundvelli kvótareglna þróunaráætlunar miðborgarinnar, um hámarksfjölda veitingastaða á tilteknum svæðum. Þetta kemur fram í svari skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is.

Segir þar að hjá embættinu liggi fyrirspurn frá eiganda staðarins, dagsett 27. október, um það hvort leyfi fáist til að opna skyndibitastað í ótilgreindum flokki, þar sem hægt verði að kaupa aðkekyptan mat sem verður hitaður upp á staðnum. Einnig hvort heimilað verði að reka gallerí á á staðnum.

„Fyrirspurnin verður tekin fyrir á vikulegum afgreiðslufundi skipulagsstjóra nk. föstudag. Eftir frumyfirferð erindisins er ekki talið að gerðar verði athugasemdir við reksturinn, hvorki með vísan til þróunaráætlunnar né á öðrum grundvelli."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert