Umferðarljósin komin til ára sinna

Grænt ljós þýðir að það megi aka áfram. Rautt ljós …
Grænt ljós þýðir að það megi aka áfram. Rautt ljós þýðir að aðrir eigi réttinn. Þetta er flestum kunnugt eftir sextíu ára sögu umferðarljósanna. Þorkell Þorkelsson

Í dag eru liðin 60 ár frá því fyrstu umferðarljósin voru tekin í notkun á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fyrstu ljósin voru staðsett á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis. Í beinu framhaldi komu svo ljós á þrenn önnur gatnamót í miðbæ Reykjavíkur, við Lækjartorg og á Laugavegi við Ingólfsstræti og Skólavörðustíg.

„Á þessum 60 árum hafa átt sér stað miklar breytingar. Fjöldi umferðarljósa og fjöldi bíla hefur margfaldast og einnig hafa átt sér stað gífurlegar tækniframfarir. Mikil þróun hefur átt sér stað í skynjurum, ljósabúnaði og stýringu ljósanna, en í dag er um helmingur umferðarljósa samstilltur um miðlæga stjórntölvu og með hjálp skynjara eru ljós aðlöguð umferðarþunga hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert