Yfir 15 þúsund brot mynduð

Hraðamyndavél
Hraðamyndavél

Alls voru 15.097 brot skráð með sta­f­ræn­um hraðamynda­vél­um frá 1. janú­ar til 30. sept­em­ber 2009.  Þegar fyrstu níu mánuðir árs­ins eru born­ir sam­an við sama tíma­bil í fyrra kem­ur í ljós að um þúsund fleiri brot voru skráð á ár­inu í mála­skrá lög­regl­unn­ar. 

Frá því að tvær fyrstu sta­f­rænu hraðamynda­vél­arn­ar voru tekn­ar í notk­un í Hval­fjarðarsveit í júlí 2007 hef­ur þeim fjölgað í tíu. Sú síðasta var tek­in í notk­un þann 1. októ­ber sl. í Hval­fjarðargöng­um  Áætlað var að fjölga þeim í 16 á þessu ári en vegna efna­hags­ástands­ins gekk það ekki eft­ir, að því er seg­ir á vef lög­regl­unn­ar.

Með til­komu sta­f­rænna hraðamynda­véla hef­ur skráðum hraðakst­urs­brot­um fjölgað til muna. Alls voru um 31 þúsund hraðakst­urs­brot skráð fyrstu níu mánuði árs­ins, þar af voru um 15 þúsund með sta­f­ræn­um hraðamynda­vél­um en það ger­ir um 48% allra hraðakst­urs­brota. 

Sjá nán­ar á vef lög­regl­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert