Yfir 15 þúsund brot mynduð

Hraðamyndavél
Hraðamyndavél

Alls voru 15.097 brot skráð með stafrænum hraðamyndavélum frá 1. janúar til 30. september 2009.  Þegar fyrstu níu mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að um þúsund fleiri brot voru skráð á árinu í málaskrá lögreglunnar. 

Frá því að tvær fyrstu stafrænu hraðamyndavélarnar voru teknar í notkun í Hvalfjarðarsveit í júlí 2007 hefur þeim fjölgað í tíu. Sú síðasta var tekin í notkun þann 1. október sl. í Hvalfjarðargöngum  Áætlað var að fjölga þeim í 16 á þessu ári en vegna efnahagsástandsins gekk það ekki eftir, að því er segir á vef lögreglunnar.

Með tilkomu stafrænna hraðamyndavéla hefur skráðum hraðakstursbrotum fjölgað til muna. Alls voru um 31 þúsund hraðakstursbrot skráð fyrstu níu mánuði ársins, þar af voru um 15 þúsund með stafrænum hraðamyndavélum en það gerir um 48% allra hraðakstursbrota. 

Sjá nánar á vef lögreglunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert