1,6 milljarðar í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar til um 13.100 einstaklinga um nýliðin mánaðamót. Heildargreiðslur í september voru hins vegar 1.811.874.313 kr. og var þá greitt til 15.324 einstaklinga.

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að í dag eru 15.436 skráðir á atvinnuleysisskrá, 8.948 karlar og 6.488 konur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert