Aðgerðir stjórnvalda sagðar bjarnargreiði

Frá fundinum í Iðnó í gærkvöldi.
Frá fundinum í Iðnó í gærkvöldi. Ómar Óskarsson

Fullt var út úr dyrum, í orðsins fyllstu merkingu, þegar borgarafundur Hagsmunasamtaka heimilanna var settur í Iðnó í gærkvöldi. Tekist var á um aðgerðir stjórnvalda í þágu heimilanna og hvort um væri að ræða bjargráð eða bjarnargreiða.

Víst er að fundargestir voru á einu máli um gildi aðgerðanna. Baulað var á Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, þegar hann varði málstað ríkisstjórnarinnar.

Af ræðum fulltrúa HH var svo fyllilega ljóst að þeir telja að um bjarnargreiða sé að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert