Ef til afskrifta kemur er óeðlilegt að fyrri eigendur komi að stjórn stærri fyrirtækja sagði forsætisráðherra á fundi með fréttamönnum í dag.
Þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon héldu blaðamannafund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og þar kom fram að verið væri að endurskoða reglur fyrir fjármálamarkaðinn.
Fjármálaráðherra vildi ekki taka afstöðu í einstaka málum er hann var spurður um hugsanlegar afskriftir hjá Högum og sagðist hann treysta því að bankarnir og bankasýslan fylgdu þeim verklagsreglum sem þeim væru settar.