Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fundið tvo karlmenn seka um stórfelld skattsvik og önnur brot í tengslum við rekstur nokkurra fyrirtækja. Annar maðurinn var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 93 milljónir í sekt en hinn var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að geriða 34 milljónir í sekt.

Þriðji maðurinn, sem einnig var ákærður í málinu, var sýknaður.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn sem þyngsta dóminn fékk hafi áður tvívegis verið dæmdur til að greiða sekt fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, í skilorðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og í Þýskalandi fyrir ölvunarakstur.

Dómurinn segir, að maðurinn hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja en hann hafi verið raunverulegur eigandi og stjórnandi allra þeirra félaga sem í hlut eigi og fengið aðra til að taka að sér eignarhald og framkvæmdastjórn til málamynda. Þá verði að telja að brotin, sem maðurinn er sakfelldur fyrir, verði að telja kerfisbundin skattsvik þar sem bókhaldsgögn ýmist hverfi eða bókhaldi sé verulega ábótavant.

Hinn maðurinn, sem hlaut dóm, hefur ekki áður komist í kast við lögin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert