Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að lán, sem veitt voru til barna í tengslum við stofnfjárútboð Byrs sparisjóðs sé dapurlegasta dæmið sem komið hafi fram um græðgina í þjóðfélaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tók undir þetta eftir ríkisstjórnarfund í dag og sagði að þetta væri til marks um þann siðferðisbrest, sem orðið hefði á síðustu árum.