Dýr myndi hesturinn allur

Góður hnakkur getur kostað skildinginn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki …
Góður hnakkur getur kostað skildinginn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Ómar

Sænsk kona, hestamaður frá Gautaborg, hefur lent í vandræðum eftir að hún keypti sér hnakk á Íslandi nýverið. Hún hefur nú verið ákærð fyrir tolllagabrot.

Það stóð ekki til hjá konunni að fjárfesta í hnakk þegar hún sótti Ísland heim, að því er fram kemur á vef Dagens Nyheter. Hún lét hins vegar slag standa vegna hagstæðs gengis. Þegar hún sneri aftur til Svíþjóðar fór hún beinustu leið í gegnum græna hliðið á Arlanda-flugvelli. 

Það á eftir að verða henni dýrkeypt.

Hnakkurinn kostaði 27.000 sænskar kr. (um 470.000 íslenskar kr.). Hnakkurinn var því tollskyldur. Skv. sænskum lögum er leyfilegt að flytja með sér vörur fyrir að hámarki 4.300 sænskar kr. (75.000 íslenskar kr.) hafi farþegar heimsótt lönd utan Evrópusambandsins, en annars 3.000 sænskar kr. (52.000 kr.).

Konan segist ekki hafa gert sér grein fyrir þessum reglum. Fram kemur á vef Dagens Nyheter að hún sé ekki ein um það.

Lisa Anestål, hjá skrifstofu saksóknara í Stokkhólmi, segir að mörg svipuð mál séu í gangi.

Hún segir að almenningur verði að gera sér grein fyrir hvað þeir megi taka með sér og hvað sé tollskylt. Þetta komi allt skýrt fram á vef tollyfirvalda. Svo sé ávallt hægt að koma við hjá þeim á flugvellinum og spyrja, sé maður í vafa. 

Konan þarf að greiða um 130.000 kr. tollgjöld vegna málsins. Þá má hún reikna með dagssektum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert