Eldsneytisverð hefur lækkað í gær og dag. Þannig hefur lítrinn af bensíni lækkað um tæpar 4 krónur hjá N1 og er algengt verð á bensínlítra 188 krónur og 185 krónur á dísilolíulítra.
Hjá Olís er algengt verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu 188,90 krónur og lítrinn af dísilolíu kostar 185,90 krónur. Hjá Skeljungi kostar bensínið að jafnaði 190,80 krónur og dísilolían 187,60 krónur.
Verðið hjá Atlantsolíu er 186,50 á bensínlítra og 183,50 á lítra af bensíni. Hjá Orkunni er verðið 0,10 krónum lægra.