Engin gleðitíðindi í skýrslu AGS

Ólafur Ísleifsson.
Ólafur Ísleifsson.

Lektor við Háskólann í Reykjavík sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að engin gleðitíðindi séu í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem kom út í dag. Hún lýsi því, að erfiðir tímar séu framundan ef takast eigi að ná þeim markmiðum sem sett eru í efnahagsáætluninni fyrir Ísland.

Ólafur Ísleifsson sagði, að skýrslan lýsi því að það þurfi mjög strangt aðhald á öllum sviðum, þar á meðal í stjórnun peningamála, ekki megi búast við hröðu afnámi gjaldeyrishaftanna og mjög fast verði haldið um taumana í ríkisfjármálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert