Utanríkisráðuneytið hefur gert ítarlega grein fyrir fundum sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur átt vegna Icesave, ESB-umsóknar og stöðu Íslands. Svör um fundi forsætisráðherra eru almennara eðlis en fjármálaráðherra mun fyrst gera nefndum Alþingis fyrir sínum fundum og þá fjölmiðlum.
Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum um við hverja Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi rætt við, persónulega, í síma eða með bréfaskiptum, vegna ESB, Icesave og AGS frá því að ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingar tók við í febrúar.
Einnig hvenær slíkir fundir eða samtöl hafa átt sér stað.
Aðstoðarmönnum ráðherranna var sent erindið 12. október s.l. og þess farið á leit að þeir beindu fyrirspurninni í réttan farveg.
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra svaraði 23. október. Svar hans var svohljóðandi:
„Fjármálaráðherra mun á næstunni gera þingnefndum sem fjalla um Icesave málið grein fyrir þeim fundum og samskiptum sem hann hefur átt við forsvarsmenn erlendra ríkja vegna Icesave málsins og AGS að því er það tengist fyrrnefnda málinu. Verða þær upplýsingar aðgengilegar fyrir fjölmiðla um leið og þær hafa verið teknar saman.“
Forsætisráðuneytið
Frá forsætisráðuneytinu barst svohljóðandi svar í gær:
„Vísað er til fyrirspurnar í tölvupósti 12 okt sl. sem ítrekuð var í dag þar sem beðið er um upplýsingar um hverja forsætisráðherra hafi „rætt við, persónulega, í síma eða með bréfaskiptum, vegna ESB, Icesave og AGS frá því að ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingar tók við í febrúar sl. Einnig hvenær slíkir fundir/samtöl hafa átt sér stað."
Forsætisráðherra hefur átt fjölmörg samtöl og fundi með innlendum og erlendum aðilum um málefni tengd Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ICESAVE-málinu og aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Þar á meðal eru fundir með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins, framkvæmdastjóra NATO og ýmsum ráðherrum, sendiherrum og fullrúum erlendra ríkja. Þá hefur forsætisráðherra átt formleg bréfaskipti við forsætisráðherra Hollands og Bretlands vegna ICESAVE málsins en þau hafa þegar verið gerð opinber.
Auk þess hefur verið haldinn fjöldi funda um þessi mál með fulltrúum innlendra hagsmunasamtaka og opinberra stofnana.
Beðist er velvirðingar á því hversu dregist hefur að svara.“
Utanríkisráðuneyti
Eftirfarandi svar utanríkisráðuneytisins barst einnig í gær og er langítarlegast. Það fer hér á eftir í heild sinni:
„Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur átt fjölmörg samtöl og símtöl á síðustu vikum og mánuðum til að gæta hagsmuna Íslands. Hann hefur nýtt hvert tækifæri í samtölum við erlenda stjórnarerindreka til að vekja athygli á málstað Íslendinga og hagsmunum,hvort sem um er að ræða ráðherra eða sendiherra erlendra ríkja, gesti úr stjórnkerfum ríkja eða Evrópusambandsins eða aðra háttsetta gesti.
Ráðherra hefur verið í reglulegu sambandi við fulltrúa Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Jens Henriksson.
Í öllum þessum samtölum kemur utanríkisráðherra fram fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar og um samtöl og fundi hefur verið samráð við
forsætis- og fjármálaráðherra auk þess sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið upplýst um helstu atriði eftir því sem nefndin hefur óskað.
Utanríkisráðherra hefur átt formlega fundi með nánast öllum
utanríkisráðherrum Evrópu, sumum þeirra nokkrum sinnum og rætt við þá í síma. Þá átti ráðherra fund með framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn í New York í september þar sem tafir á efnahagsáætluninni voru til umræðu og ræddi málefni Icesave í þrígang við Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í heimsókn hans til Íslands í ágúst.
Ráðherra hefur verið í formennsku í samstarfi norrænna
utanríkisráðherra allt þetta ár og tekið formlega upp á þeim vettvangi
stöðu efnahagsmála á Íslandi, afstöðu Íslands í Icesave-deilunni og
áætlunina sem samin var í samvinnu við AGS á öllum fundum norrænu utanríkisráðherranna. Þar hafa farið fram ítarleg samtöl við:
Þá hefur ráðherra á þessum vettvangi og í tvíhliða samtölum við norrænu utanríkisráðherrana, bæði á formlegum fundum og í símtölum rætt stöðu norrænu lánanna, sem eru þáttur í efnahagsáætlun Íslands og AGS og lýst alvarlegum áhyggjum Íslendinga af töfum þess að þau fengjust afgreidd.
Utanríkisráðherra hefur frá því í mars átt þrjá formlega fundi með utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband og tvo með Maxime Verhagen utanríkisráðherra Hollands, en auk þess átt samtöl við þá á stærri fundum og í síma. Á þessum fundum hefur ráðherra lýst afdráttarlaust afstöðu Íslendinga til Icesave deilunnar, nauðsyn þess að Hollendingar og Bretar sýndu hinni fordæmislausu stöðu Íslands eftir efnahagshrun skilning, mótmælti beitingu hryðjuverkalaga og gerði grein fyrir nauðsyn þess að ekki yrðu tafir á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af völdum Breta og Hollendinga.
Í ferð utanríkisráðherra á reglubundinn fund EES ráðsins í Brussel í maí átti hann 20-30 mínútna langa tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum:
Þá átti hann í sömu ferð fund með Olli Rehn stækkunarstjóra Evrópusambandsins og embættismönnum ESB. Á öllum fundum var rætt um aðildarumsókn Íslands að ESB en sérstaklega var fjallað um afleiðingar efnahagshrunsins og Icesave deiluna á fundum með norrænu ráðherrunum, ráðherrum Þýskalands og Austurríkis, Hollands og Bretlands.
Í ferð ráðherra til Möltu í júní átti hann formlega fundi með
forsætis- og utanríkisráðherra Möltu auk sérfræðinga í stjórnkerfi landsins þar sem fyrst og fremst var fjallað um reynslu smáríkisins af samningaviðræðum við Evrópusambandið og árangur af þátttöku Möltu í ESB.
Í sömu ferð sótti ráðherra ársfund Eystrasaltsráðsins í Helsingör í Danmörku og átti þar tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum:
Fjallað var um tvíhliða samskipti, stöðu efnahagsmála, efnahagsáætlun Íslands og aðildarumsókn Íslands en sérstaklega var rætt við
þýska ráðherrann um stöðuna í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave.
Á ráðherrafundi EFTA ríkjanna í Hamar í Noregi í júlí gerði utanríkisráðherra grein fyrir stöðunni í efnahagsáætlun Íslands og Icesave deilunni.
Eftir að alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Evrópusambandið í júlí sendi ráðherra öllum utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna bréf og átti símtöl við utanríkisráðherra:
Utanríkisráðherrar Spánar, Miguel Angel Moratinos, og Litháen, Vygaudas Usackas og Evrópumálaráðherra Frakklands, Pierre Lellouche, hafa komið til Íslands í sérstakar heimsóknir þar sem meginerindið hefur verið að fjalla um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu en utanríkisráðherra hefur í samtölum við þessa ráðherra gert grein fyrir stöðu efnahagsmála eftir hrun, efnahagsáætlunina sem fylgt er og málstað Íslendinga í deilunni við Breta og Hollendinga.
Á meðan ráðherra sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september átti hann formlega 20-30 mínútna langa fundi með:
Einnig eins og áður kom fram, átti ráðherra sérstaka fundi með Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sameiginlegan fund með utanríkisráðherrum Bretlands og Hollands. Einnig átti ráðherra ýmis styttri samtöl við ráðamenn annarra landa á meðan á allsherjarþinginu stóð. Í New York var haldinn sérstakur fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem ráðherra tók sérstaklega upp þann drátt sem orðinn var í afgreiðslu lána frá norrænum vinaþjóðum.