Mótmæltu háu raforkuverði

Garðyrkjubændur mótmæltu á Austurvelli í dag.
Garðyrkjubændur mótmæltu á Austurvelli í dag.

Garðyrkjubændur dreifðu grænmeti fyrir framan Alþingishúsið í dag til að mótmæla háu raforkuverði. Þá afhenti Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra grænmetis- og blómakörfu og áskorun frá Sambandi garðyrkjubænda.

Garðyrkubændur segja, að raforkuverð til garðyrkjubænda hafi hækkað um 30% frá því í janúar á þessu ári og dæmi séu um að bændur slökkvi ljósin til lengri tíma í gróðurhúsum til að spara. Framleiðsla á íslenskum tómötum hafi minnkað um 17% það sem af er ári.

Garðyrkjubændur fara fram á að stjórnvöld grípi til ákveðinna ráðstafana. Í fyrsta lagi að útbúinn verði sérstakur garðyrkjutaxti á raforku og í öðru lagi að skilgreiningu á þéttbýli verði breytt þannig að allar garðyrkjustöðvar verði skilgreindar sem þéttbýlisstaðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert