Ný jarðgöng fyrir vestan í frummati

Sigurður Mar Halldórsson

Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ liggur nú frammi á vefjum Skipulagsstofnunar (www.skipulag.is) og Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is), á skrifstofum Ísafjarðarbæjar, Bæjar- og héraðsbókasafninu á Ísafirði og í Þjóðarbókhlöðunni.

Jarðgöngin eru á vegaáætlun sem nú er til endurskoðunar. Um er að ræða 5,6 km löng jarðgöng eða um 0,5 km lengri en þau sem nú er unnið að milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.

Athugasemdir við skýrsluna skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. janúar 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert