Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) hefur gert óformlega könnun á því af hvaða kyni viðmælendur tveggja vinsælla umræðuþátta hjá Ríkissjónvarpinu og -útvarpinu hafa verið undanfarna tvo mánuði. Um er að ræða þættina Silfur Egils í Sjónvarpinu og útvarpsþáttinn Vikulokin á Rás 1.
Að sögn Halldóru Traustadóttur, formanns KRFÍ kom í ljós að konur eru þar í miklum minnihluta eða um 22-25% viðmælenda. KRFÍ boðar til súpufundar fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 12.00-13.00 á Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík undir yfirskriftinni. Sýnileiki kvenna í fjölmiðlum á kosningaári.