Skýrsla AGS birt í dag

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála á Íslandi verður birt eftir hádegið í dag á vef sjóðsins en Seðlabanki Íslands óskaði eftir því að hún yrði ekki birt í gær líkt og til stóð.

Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri skrifstofu bankastjórnar, segir að ástæða hafi verið talin til að fara betur yfir framsetningu, áreiðanleika og hvort tilteknar upplýsingar væru birtingarhæfar. Óvíst er hvenær skýrslan verður birt.

Stefán Jóhann segir vera um minniháttar framsetningaratriði að ræða, sem breyti í engu heildarmynd skýrslunnar. Hann segir ofsagt að verið sé að fjarlægja tölulegar upplýsingar úr skýrslunni, en miklu máli skipti hvernig þær séu framreiddar.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að voru upphaflega í skýrslunni upplýsingar um erlendar skuldbindingar samheitalyfjafyrirtækisins Actavis og gjalddagar á lánum fyrirtækisins á næstunni. Birting slíkra upplýsinga stangast á við íslensk lög og voru þær fjarlægðar. Actavis skuldaði rúma 3,9 milljarða evra, jafnvirði sjö hundruð milljarða króna, í lok síðasta árs, samkvæmt ársreikningi. Lánin öll eru í skilum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins frá Actavis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert