Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki svara því hvort fordæmi væru fyrir því að eigendur fyrirtækja fengju tugi milljarða afskrifaða samfara því að halda yfirráðum í fyrirtækjunum.
Finnur staðfesti jafnframt að ein möguleg lausn á málefnum eigenda Haga, 1998 ehf., væri að eigendur fengju ákveðinn frest til að koma með nýtt hlutafé inn í rekstur félagsins.
Í verklagsreglum Nýja Kaupþings segir að áframhaldandi þátttaka sé meðal annars háð því að viðkomandi eigendur njóti trausts. Finnur Sveinbjörnsson sagðist ekki mundu vilja svara því með beinum hætti hvort traust væri fyrir hendi í tilfelli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.