Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti reglugerð sem gildir um heilbrigðisþjónustu þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi á föstudag. Á vef ráðuneytisins segir að með þessu hafi ráðherrann tryggt þolendum mansals ótvíræðan rétt til heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti reglugerðinni um rétt þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi sl. föstudag með það fyrir augum að tryggja ótvíræðan rétt þolenda mansals óháð greiðslugetu viðkomandi og samningum við önnur ríki um greiðslur fyrir veitta þjónustu," að því er segir á vef ráðuneytisins.
Einstaklingar sem ekki eru sjúkratryggðir
hér á landi samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og sem
milliríkjasamningar um sjúkratryggingar taka ekki til, eiga rétt á
neyðaraðstoð hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi hér á landi, þ.e.
heilbrigðisþjónustu sem hinu opinbera er skylt að veita samkvæmt lögum
um heilbrigðisþjónustu.
Útlendingar sem fengið hafa dvalarleyfi og/eða
atvinnuleyfi samkvæmt lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi
útlendinga og eru ekki sjúkratryggðir samkvæmt lögum um
sjúkratryggingar eiga rétt á neyðaraðstoð.
Erlendir fangar í íslenskum fangelsum eiga rétt á neyðaraðstoð og fórnarlömb mansal eiga rétt á neyðaraðstoð.