Hellisheiði eystri ófær

Vetur konungur er farinn að gera vart við sig víða …
Vetur konungur er farinn að gera vart við sig víða um land. Rax / Ragnar Axelsson

Vegagerðin segir hálku á Bláfjallavegi og Nesjavallavegi en vegi á Vesturlandi að mestu auða þó hálka sé á Holtavörðuheiði. Þá eru víða hálkublettir eða hálka á heiðum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi eru vegir auðir austur í Skagafjörð en þar fyrir austan er vetrarfærð -  hálkublettir,  hálka eða snjóþekja og sumstaðar éljagangur.

Hellisheiði eystri er ófær og á austurlandi er víða hálka eða snjóþekja.. 

Enn er allur akstur bannaður á Arnarvatnsheiði norðan  Norðlingafljóts, vegna aurbleytu.

Tafir vegna framkvæmda í Reykjavík

Á höfuðborgarsvæðinu verða umferðartafir á Álftanesvegi frá Engidal að Garðaholti vegna framkvæmda út þessa viku og verið er að breyta tvennum gatnamótum við Kringlumýrarbraut.  

Það eru annars vegar gatnamótin við Suðurlandsbraut og Laugaveg, þar sem reiknað er með vinnu fram í miðjan nóvember. Hins vegar eru gatnamótin við Borgartún en þar eru verklok áætluð í byrjun desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert