Hellisheiði eystri ófær

Vetur konungur er farinn að gera vart við sig víða …
Vetur konungur er farinn að gera vart við sig víða um land. Rax / Ragnar Axelsson

Vega­gerðin seg­ir hálku á Bláfjalla­vegi og Nesja­valla­vegi en vegi á Vest­ur­landi að mestu auða þó hálka sé á Holta­vörðuheiði. Þá eru víða hálku­blett­ir eða hálka á heiðum á Vest­fjörðum.

Á Norður­landi eru veg­ir auðir aust­ur í Skaga­fjörð en þar fyr­ir aust­an er vetr­ar­færð -  hálku­blett­ir,  hálka eða snjóþekja og sumstaðar élja­gang­ur.

Hell­is­heiði eystri er ófær og á aust­ur­landi er víða hálka eða snjóþekja.. 

Enn er all­ur akst­ur bannaður á Arn­ar­vatns­heiði norðan  Norðlingafljóts, vegna aur­bleytu.

Taf­ir vegna fram­kvæmda í Reykja­vík

Á höfuðborg­ar­svæðinu verða um­ferðartaf­ir á Álfta­nes­vegi frá Engi­dal að Garðaholti vegna fram­kvæmda út þessa viku og verið er að breyta tvenn­um gatna­mót­um við Kringlu­mýr­ar­braut.  

Það eru ann­ars veg­ar gatna­mót­in við Suður­lands­braut og Lauga­veg, þar sem reiknað er með vinnu fram í miðjan nóv­em­ber. Hins veg­ar eru gatna­mót­in við Borg­ar­tún en þar eru verklok áætluð í byrj­un des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert