Fundarmenn mæti í sjóstígvélum

Vetrarmynd frá Mýrdal.
Vetrarmynd frá Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Fundur verður haldinn í flæðarmálinu í Vík í Mýrdal á morgun klukkan 17 og er tilefnið að barátta fyrir því að byggður verði fullnægjandi brimvarnargarður  vegna kauptúnsins í Vík. Er það Árni Johnsen, alþingismaður sem boðar til fundarins og hvetur hann fundarmenn til að mæta í sjóstígvélum.

Árni segir, að byggðin sé í stórhættu og válynd veður komandi vetrar gætu valdið stórkostlegum skaða. Mýrdalshreppur hafi að sjálfsögðu barist ötullega fyrir gerð brimvarnargarðsins sem Siglingastofnun hafi lokið hönnun á og einnig þingmenn Suðurlands en ekkert sé enn ákveðið þótt löngu hafi verið lofað og því miður sé ekki hægt að fresta illviðrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert