Þýskir fjölmiðlar birtu í gær fréttir um að hrunið á þýskum fasteignamörkuðum hefði bitnað á fjölda leikmanna í þýskum handbolta, þar á meðal nokkrum Íslendingum.
Nefnir dagblaðið Hamburger Abendblatt þrjá með nafni, þá Loga Geirsson hjá Lemgo, Einar Hólmgeirsson hjá Großwallstadt og Alexander Peterson hjá Flensburg.
Á fréttavefnum handball-world.com segir að orðrómur um fasteignaviðskipti handboltaleikmannanna hafi gengið síðustu vikur.
Nánar er greint frá þessu máli í Morgunblaðinu í dag.