Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefur hvorki borist svar frá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, né Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, en hún sendi þeim samhljóðandi bréf 28. ágúst sl.
Í niðurlagi bréfsins segist Jóhanna tilbúin að koma til fundar við kollega sína eins fljótt og auðið er verði það talið gagnlegt. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, segist enn eiga von á að bréfinu verði svarað.
Bréfið var sent í kjölfar þess að Alþingi samþykkti með fyrirvörum ríkisábyrgð vegna lánasamninganna um Icesave.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.