Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Kristinn

Á síðasta fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fram fyrirspurn um mætingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fulltrúa Framsóknarflokksins í skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá því hann var kjörinn þangað inn í ágúst 2008. Þá var óskað eftir upplýsingum um launakjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn.

Í svari Skipulags- og byggingarsviðs sem nú er gert opinbert kemur fram að Sigmundur Davíð hefur mætt á 19 fundi á tímabilinu, verið í leyfi frá fundarstörfum í 7 fundi og verið fjarverandi og kallað út varamann á 19 fundi á tímabilinu, samkvæmt upplýsingum frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa.

„Út frá upplýsingum um laun fyrir setu í skipulagsráði má reikna að Sigmundur Davíð hefur haft 1.006.276 í tekjur fyrir tímabilið. Þar sem hann hefur mætt á 19 fundi gerir það 52.962 kr. fyrir hvern fund.

Viðbótar kostnaður Reykjavíkurborgar við að kalla út varamenn á sama tíma eru rétt tæpar 200 þúsund þar sem greitt er 10.140 – 11.240 fyrir hvern fund," samkvæmt upplýsingum frá borgarfulltrúanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert