Bergur framkvæmdastjóri þingflokks VG

Bergur Sigurðsson
Bergur Sigurðsson Ellert Grétarsson

Berg­ur Sig­urðsson, sem áður var fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs.

Berg­ur nam um­hverfis­efna­fræði við Há­skól­ann í Osló á ár­un­um 1994-2000 og starfaði í fram­haldi af því við heil­brigðis­eft­ir­lit á Suður­nesj­um í sex ár.

Síðastliðin þrjú ár gegndi hann starfi fram­kvæmda­stjóra hjá Land­vernd en fram að því sat hann í stjórn Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands. Í auka­störf­um hef­ur Berg­ur tekið að sér leiðsögn fyr­ir er­lenda ferðamenn, jafnt of­an­sjáv­ar sem neðan, og kennt sport­köf­un við Sport­köf­un­ar­skóla Íslands.

Berg­ur tek­ur við starf­inu af Drífu Snæ­dal sem hef­ur frá síðustu kosn­ing­um haldið utan um störf þing­flokks­ins auk þess að vera fram­kvæmda­stýra flokks­ins. Berg­ur hóf störf síðustu mánaðamót. Hann bauð sig fram til þing­mennsku í síðusu Alþing­is­kosn­ing­um, fyr­ir VG á Suður­landi en náði ekki kjöri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert