Ræða ágreining um skatta

Skrifað undir stöðugleikasáttmálann í júnílok.
Skrifað undir stöðugleikasáttmálann í júnílok. mbl.is/Eggert

Forystumenn samtaka á vinnumarkaði eiga fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar kl 14:30 í dag um atriði sem enn standa út af borðinu vegna stöðugleikasáttmálans. Er það fyrst og fremst ágreiningur um skattamál.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist vonast til að ríkisstjórnin hafi eitthvað fram að færa varðandi skattamál fyrirtækjanna á fundinum í dag. Þetta er fyrsti fundur aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá því SA ákvað að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga um nýliðin mánaðamót.

Í stöðugleikasáttmálanum var einnig gengið út frá að stýrivextir yrðu komnir í eins stafs tölu 1. nóvember. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir nýja vaxtaákvörðun á morgun. Vilhjálmur segir að nú sé tími til kominn að standa við að vextirnir fari niður í eins stafs tölu.

 „Við gengum út frá því í sumar að hægt yrði að fara með stýrivextina niður í eins stafs tölu 1. nóvember en þá bar Seðlabankinn fyrir sig þá afsökun að það væri ekki búið að afgtreiða Icesave, afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lægi ekki fyrir og fleira. Nú er þetta allt saman að klárast þannig að ég sé ekki betur en að það sem var fyrirstaða fyrir því að lækka vextina, sé fallið burtu. Nú á að vera hægt að lækka vextina,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert