Ræða ágreining um skatta

Skrifað undir stöðugleikasáttmálann í júnílok.
Skrifað undir stöðugleikasáttmálann í júnílok. mbl.is/Eggert

For­ystu­menn sam­taka á vinnu­markaði eiga fund með ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar kl 14:30 í dag um atriði sem enn standa út af borðinu vegna stöðug­leika­sátt­mál­ans. Er það fyrst og fremst ágrein­ing­ur um skatta­mál.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ist von­ast til að rík­is­stjórn­in hafi eitt­hvað fram að færa varðandi skatta­mál fyr­ir­tækj­anna á fund­in­um í dag. Þetta er fyrsti fund­ur aðila vinnu­markaðar­ins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá því SA ákvað að nýta ekki upp­sagn­ar­á­kvæði kjara­samn­inga um nýliðin mánaðamót.

Í stöðug­leika­sátt­mál­an­um var einnig gengið út frá að stýri­vext­ir yrðu komn­ir í eins stafs tölu 1. nóv­em­ber. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans kynn­ir nýja vaxta­ákvörðun á morg­un. Vil­hjálm­ur seg­ir að nú sé tími til kom­inn að standa við að vext­irn­ir fari niður í eins stafs tölu.

 „Við geng­um út frá því í sum­ar að hægt yrði að fara með stýri­vext­ina niður í eins stafs tölu 1. nóv­em­ber en þá bar Seðlabank­inn fyr­ir sig þá af­sök­un að það væri ekki búið að af­gtreiða Ices­a­ve, af­greiðsla Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins lægi ekki fyr­ir og fleira. Nú er þetta allt sam­an að klár­ast þannig að ég sé ekki bet­ur en að það sem var fyr­ir­staða fyr­ir því að lækka vext­ina, sé fallið burtu. Nú á að vera hægt að lækka vext­ina,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert