Var Ísland numið 670?

Frá fornleifauppgreftri í Herjólfsdal.
Frá fornleifauppgreftri í Herjólfsdal.

Páll Theo­dórs­son, eðlis­fræðing­ur, seg­ir að tíma­tal land­náms Íslands sé í upp­námi eft­ir að um­fangs­mikl­ar ald­ur­grein­ing­ar sýni nærri óvé­fengj­an­lega fram á að land­námið hófst um tveim­ur öld­um fyrr en al­mennt er talið.

Páll skrif­ar grein í nýj­an Skírni, að Ari fróði segi í Íslend­inga­bók að Ingólf­ur Arn­ar­son hafi numið hér land árið 874. Fyr­ir rúm­um 30 árum hafi farið fram um­fangs­mikl­ar forn­leifa­rann­sókn­ir í Reykja­vík og Vest­manna­eyj­um þar sem um 40 sýni, mest viðarkol af birki, voru ald­urs­greind með kol­efni-14 aðferðinni. All­mörg sýni hafi gefið tölu­vert hærri ald­ur en vænta mátti sam­kvæmt tíma­tali Ara fróða.

Páll seg­ist hafa rýnt í þess­ar rann­sókn­ir og seg­ist sem eðlis­fræðing­ur með víðtæka reynslu í geislakols­grein­ing­um dragi hann þá álykt­un að elstu mann­vist­ar­leif­ar á Íslandi séu frá því um 720. Jafn­framt megi draga þá álykt­un, að þær leif­ar séu frá síðari stig­um nýt­ing­ar­tíma hús­anna og því megi tíma­setja land­námið nokkr­um ára­tug­um fyrr. 

Páll seg­ir í grein sinni, að mark­viss­ari, fleiri og ná­kvæm­ari ald­urs­grein­ing­ar geti að fullu eytt þeirri óvissu sem ríki um þetta. Við Raun­vís­inda­stofn­un Há­skól­ans séu nú hafn­ar ald­urs­grein­ing­ar á forn­um kola­gröf­um með nýj­um tækj­um sem skili um tvö­falt meiri ná­kvæmi en al­mennt fá­ist. Í kjöl­farið eða sam­hljóða muni von­andi koma ald­urs­grein­ing­ar á ær­bein­um og kýr­bein­um úr ruslahaug­um land­náms­manna.  Þá sé verið að und­ir­búa alþjóðlegt sam­vinnu­verk­efni um þessa rann­sókn sem muni von­andi skila óvé­fengj­an­legri tím­an­setn­inu land­náms og þróun þess í ýms­um lands­hlut­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert