29% vilja ganga í ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Tæpur þriðjungur svarenda var hlynntur inngöngu í Evrópusambandið (ESB), samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Um helmingur svarenda kvaðst vera hlynntur aðildarviðræðum en um tæp 43% voru þeim andvíg.

Þegar spurt var um inngöngu í ESB voru 29% þeirra sem tóku afstöðu mjög hlynnt eða frekar hlynnt inngöngu. Rúmlega 54% voru frekar eða mjög andvíg því að ganga í ESB.

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2 og var greint frá könnuninni í kvöldfréttum stöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka