Dræm mæting hjá Degi

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Dag­ur B. Eggerts­son full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í stjórn Faxa­flóa­hafna sf. hef­ur fengið 160.000 krón­ur fyr­ir hvern stjórn­ar­fund sem hann hef­ur setið fyr­ir hönd síns flokks á þessu ári. Dag­ur hef­ur setið fimm fundi af 11 frá ára­mót­um, að sögn full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins í stjórn Faxa­flóa­hafna.

Guðmund­ur Gísla­son, vara­formaður stjórn­ar Faxa­flóa­hafna og full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði greini­legt að Sam­fylk­ing­in sé að hefja kosn­inga­bar­áttu fyr­ir næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.  

„Þeir munu eiga erfitt með að gagn­rýna þann góða meiri­hluta sem er í borg­inni í dag og fara út í að per­sónu­gera kosn­inga­bar­átt­una með því að ráðast á Óskar Bergs­son og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, kjörna full­trúa flokks­ins,“ sagði Guðmund­ur. 

Hann sagði að Sam­fylk­ing­in hafi byrjað í gær með því að gera lítið úr starfi Sig­mund­ar Davíðs í skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar. Sig­mund­ur Davíð sé skipu­lags­fræðing­ur og hafi starfað heil­mikið að skipu­lags­mál­um þótt hann hafi ekki getað mætt mikið á fundi.

„Það kom okk­ur ekk­ert á óvart í gær þegar Dag­ur B. Eggerts­son sagði sig úr stjórn Faxa­flóa­hafna. Hann hef­ur ein­göngu  mætt á fimm fundi af ell­efu á ár­inu og sex sinn­um kallað inn vara­mann,“ sagði Guðmund­ur.

Greidd­ar eru 80.112 krón­ur á mánuði fyr­ir setu í stjórn Faxa­flóa­hafna. Dag­ur B. Eggerts­son, sem nú gegn­ir sér­verk­efn­um á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sam­tals nema greiðslur til Dags vegna stjórn­ar­setu í Faxa­flóa­höfn­um 801.120 krón­um sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Björk Vil­helms­dótt­ir varamaður Dag hef­ur setið sex fundi í hans fjar­veru. Viðbót­ar­kostnaður Faxa­flóa­hafna fyr­ir að kalla inn vara­mann er 10.140 krón­ur fyr­ir hvern fund.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert