Eldsneytisverð hækkar á ný

Svo virðist sem eldsneytisverð sé að hækka hér á landi á ný eftir að hafa lækkað nokkuð undanfarna daga. Þannig hefur Skeljungur nú síðdegis hækkað verð á bensínlítra um 2 krónur, í 190,90 krónur, og dísilolíu einnig um 2 krónur í 186,90 krónur.

Hjá N1 og Olís er algengt staðgreiðsluverð á bensíni hins vegar enn 186,60 krónur lítrinn og lítrinn af dísilolíu kostar 183,60 krónur.

Þá kostar bensínlítrinn 185,10 krónur hjá Atlantsolíu og dísilolíulítrinn 182,10 krónur. Hjá Orkunni er eldsneytið 0,10 krónum ódýrara.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert