Minna dregið úr einkaneyslu en búist var við

Svo virðist sem minna hafi dregið úr einkaneyslu heldur en …
Svo virðist sem minna hafi dregið úr einkaneyslu heldur en vonast var til mbl.is/Arnaldur

Vísbendingar eru um að samdráttur í alþjóðlegum efnahagsmálum sé í rénum og að styttra sé í efnahagsbata en áður var talið. Þannig mældist t.d. hagvöxtur í sumum af helstu viðskiptalöndum Íslands þegar á öðrum fjórðungi ársins. Innanlands eru batamerkin veikari og óvissan meiri, að því er segir í Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Viðbótalífeyrsparnaður að hafa áhrif

Samdrátturinn á fyrri hluta ársins var minni en áður hafði verið spáð og útlit er fyrir að samdrátturinn á árinu í heild verði minni en spáð var í ágúst. Einkaneysla hefur dregist minna saman en áður var talið. Það má líklega rekja til þess að vöxtur ráðstöfunartekna var töluvert meiri á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Einnig hafa áhrif úttektar viðbótarlífeyrissparnaðar á neysluhegðun verið meiri og atvinnuleysi minna en í fyrri spám.

„Verðbólga reyndist heldur meiri á þriðja ársfjórðungi en spáð var í ágúst og útlit er fyrir að undirliggjandi verðbólga verði það einnig á síðasta fjórðungi ársins. Meiri verðbólgu má líklega rekja til minni slaka í þjóðarbúskapnum á þessu og síðasta ári en áður var spáð, en gengi krónunnar hefur einnig verið lægra. Vísbendingar eru einnig um að gengislækkunin hafi að einhverju leyti smitast út í verðlag heimavöru sem ætti ekki að verða fyrir beinum gengisáhrifum," að því er segir í Peningamálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert