Ríkisskattstjóri íhugar málsókn

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.

Ríkisskattstjóri íhugar málsókn gegn skilanefnd eins gömlu bankanna vegna þess hve treglega gengur að fá upplýsingar hjá bankanum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fram kemur að eftir tvær tilraunir og mikla andstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja hafi lögum verið breytt þannig að fyrirtækjunum sé skylt að afhenda skattayfirvöldum upplýsingar um peningalegar eignir og skuldir í bönkum, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir. Þetta hafi orðið til að efla skattaeftirlit til muna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert