Sex manna fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu hefur búið inni á ættingjum síðan bankarnir hrundu sl. haust og er í raun á vergangi.
Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til hárra vaxta á lánum sem tekin voru til kaupa á byggingarlóð í nýju hverfi árið 2006. Auk lóðarláns var tekið sk. brúarlán til að byggja nýja húsið og átti sala þáverandi heimilis þeirra að greiða upp lánið og rúmlega það.
Þegar selja átti húsið var fasteignamarkaðurinn hins vegar á leið í botnlaust frost og langan tíma tók að selja.
Nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.