Skoðað að gera ríkisstjórnina að fjölskipuðu stjórnvaldi

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á Alþingi telja að skoða ætti kosti þess og galla að gera ríkisstjórn Íslands að fjölskipuðu stjórnvaldi þar sem allir ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarákvörðunum.

Jóhanna var að svara fyrirspurn frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem lýsti þeirri skoðun að efnahagshrunið sl. haust hefði afhjúpað veikleikana, sem séu innbyggðir í stjórnskipan landsins, ekki síst í stjórnarráðinu og felast í því að ráðherrar eru einir ábyrgir fyrir þeim málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti.  

Þórunn sagði, að verði ríkisstjórnin fjölskipað stjórnvald myndu vinnubrögð batna því þá myndu allir ráðherrar bera sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum hennar og væru sameiginlega upplýstir.

Jóhanna sagði að þessi leið væri farin í Svíþjóð og hefði gefið góða raun.  Sagðist hún myndu beina þessu til nefndar, sem er að endurskoða starfshætti ríkisstjórnarinnar og fyrirkomulag ríkisstjórnarfunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka