Stjörnur í nýrri mynd Sigurjóns

Nýjasta kvikmynd Sigurjóns Sighvatssonar, Brothers, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í desember. Óhætt er að segja að myndin sé stjörnum prýdd en meðal leikara eru Natalie Portman, Jake Gyllenhall og Toby Maguire.

Kvikmyndin er byggð á dönsku myndinni Brødre sem kom út árið 2004 og naut mikilla vinsælda. Sigurjón er framleiðandi myndarinnar en hann tryggði sér réttinn á dönsku myndinni og í hönd tók 5 ára undirbúningsferli.

Myndin er eins og gefur að skilja aðlöguð bandarískum veruleika en hún fjallar um hermann sem tók þátt í stríðinu í Afganistan sem talinn er af og áhrif þess á fjölskyldu hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka