Stöðumælar betri en bílastæðaklukkur

Bílastæðasjóður telur ekki forsendur til að taka upp svokallaðar bílastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur í stað stöðumæla. Reynsla Akureyringa af slíkum klukkum er góð.

Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir bílastæði í miðborginni nánast fullnýtt og að slíkar skífur þýði yfirleitt að bílum er lagt lengur á sama stað og því myndi slíkt kalla á fjölgun stæða og aukið eftirlit.

Kolbrún bendir einnig á að gjaldskylda í miðborgum nágrannalandanna sé upp í þrefalt hærri en þekkist hér á landi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert