Verið að skoða margþrepa tekjuskatt

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að ef staðið verði við fyrirheit í kjarasamningum um hækkun persónuafsláttar um áramótin kosti það ríkissjóð 9 milljarða króna. Verið sé að skoða einhverjar leiðir til að koma til móts við láglaunafólk, m.a. margþrepa tekjuskatt þar sem lægsta þrepið verði lækkað.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, vísaði til þess að í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár kæmi fram að ekki stæði til að hækka persónuafsláttinn. Spurði hann Jóhönnu hvort ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitin í kjarasamningunum.

Jóhanna sagði, að ef það gengi eftir, sem um var samið í kjarasamningunum, ætti persónuafsláttur að hækka um 2 þúsund krónur auk verðlagsbreytinga samkvæmt vísitöku neysluverðs. Það þýddi 9 milljarða aukning útgjalda ríkisins. Vissulega væri verið að skoða hvernig hægt væri að koma til móts við láglaunafólk í því erfiða verkefni sem, stjórnvöld væru nú að fást við en fyrir lægi að hækka yrði skatta um 52 til 55 milljarða króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert