„Skytturnar þurfa að koma úr felulitunum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Rjúpnavertíðin hófst um síðustu helgi og strax þá komu upp nokkur tilvik þar sem rjúpnaskyttur týndust þó að ekki þyrfti að bregðast við með víðtækri leit, eins og oft hefur þó hent.
Sýslumaður telur hins vegar nauðsynlegt að nú nálgist veiðimenn málin með nýjum hætti og klæðist skærgulum eða appelsínulitum endurskinsvestum þegar gengið sé til rjúpna. Slíkt dragi úr líkum á því að skyttur týnist og auðveldi jafnframt leit björgunarsveitarmanna ef til þess komi.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.