40.000 tonna síldarkvóti

Síldarkvótinn verður 40.000 tonn.
Síldarkvótinn verður 40.000 tonn. mbl.is/Sigurgeir

Hafrannsóknastofnunin leggur til 40.000 tonna kvóta fyrir íslenska sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2009/10. Jafnframt leggur stofnunin til að veiðunum verði stýrt þannig að tryggt verði að sýnataka dreifist yfir hefðbundinn vertíðartíma svo hægt verði að fylgjast náið með þróun sýkingar í stofninum.

Hafrannsóknastofnunin ákvað í júní síðastliðnum að fresta því að gera tillögu um aflamark fyrir íslenska sumargotssíld þar til frekari niðurstöður lægju fyrir um sýkingarhlutfall í stofninum. Vegna óvissu um þróun stofnsins í ljósi mikillar sýkingar var jafnframt farið til bergmálsmælingar í lok október 2009.

Í leiðangrinum mældist nú nokkru meira af síld en í bergmálsmælingu síðasta vetur. Þessi mismunur getur stafað af mæliskekkju en einnig eru vísbendingar um að fyrri bergmálsmæling hafi ekki náð til alls veiðistofnsins.

Frétt Hafrannsóknastofnunar um síldarkvóta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert