40.000 tonna síldarkvóti

Síldarkvótinn verður 40.000 tonn.
Síldarkvótinn verður 40.000 tonn. mbl.is/Sigurgeir

Haf­rann­sókna­stofn­un­in legg­ur til 40.000 tonna kvóta fyr­ir ís­lenska sum­argots­s­íld á fisk­veiðiár­inu 2009/​10. Jafn­framt legg­ur stofn­un­in til að veiðunum verði stýrt þannig að tryggt verði að sýna­taka dreif­ist yfir hefðbund­inn vertíðar­tíma svo hægt verði að fylgj­ast náið með þróun sýk­ing­ar í stofn­in­um.

Haf­rann­sókna­stofn­un­in ákvað í júní síðastliðnum að fresta því að gera til­lögu um afla­mark fyr­ir ís­lenska sum­argots­s­íld þar til frek­ari niður­stöður lægju fyr­ir um sýk­ing­ar­hlut­fall í stofn­in­um. Vegna óvissu um þróun stofns­ins í ljósi mik­ill­ar sýk­ing­ar var jafn­framt farið til berg­máls­mæl­ing­ar í lok októ­ber 2009.

Í leiðangr­in­um mæld­ist nú nokkru meira af síld en í berg­máls­mæl­ingu síðasta vet­ur. Þessi mis­mun­ur get­ur stafað af mæliskekkju en einnig eru vís­bend­ing­ar um að fyrri berg­máls­mæl­ing hafi ekki náð til alls veiðistofns­ins.

Frétt Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um síld­arkvóta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert