Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra leggur til að héraðsdómurum verði fjölgað um fimm og aðstoðarmönnum héraðsdómara fjölgi jafnmikið. Kostnaður vegna dómaranna og aðstoðarmannanna er metinn 90 milljónir.
Ragna leggur einnig til að fjárframlög til Hæstaréttar verði aukin um 16 milljónir. Þessum kostnaði verði mætt með hækkun dómsmálagjalds.
Á miðvikudag ákvað Hæstiréttur að fella úr gildi gæsluvarðhald yfir dæmdum nauðgara þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ekki skilað gögnum í tæka tíð. Ragna segir að í ljósi orða dómstjórans í Reykjavík óttist hún að fleiri slík mál komi upp.
Nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.