Friðrik Ó Friðriksson tók við sæti formanns Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöldi. Þórður Björn Sigurðsson lét af formennskunni en hann hefur tekið að sér starf aðstoðarmanns formanns Hreyfingarinnar og í ljósi samþykkta HH um hlutleysi samtakanna gagnvart stjórnmálaflokkum mæti hann stöðu sína svo að hann yrði að víkja úr stjórn HH til að sinna hinu nýja starfi.
Arney Einarsdóttir var kjörin gjaldkeri samtakanna og Guðrún Dadda Ásmundardóttir færðist sjálfkrafa úr varastjórn í aðalstjórn en það er byggt á atkvæðafjölda við stjórnarkjör á aðalfundi samtakanna í apríl 2009.