Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna hófst í dag í Smáralindinni þegar forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans frú Dorrit Moussaieff seldu neyðarkallinn. Gestir og gangandi tóku vel á móti forsetahjónunum og keyptu af þeir Neyðarkalla.
Björgunarsveitir um land allt hafa líka fengið góðar viðtökur almennings þegar Neyðarkallinn hefur verið boðinn til kaups. Þetta er fjórða árið sem að Neyðarkallinn er seldur til styrktar björgunarsveitum og því starfi sem að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna vinna.