Samkomulag við sr. Gunnar

Sr. Gunnar Björnsson
Sr. Gunnar Björnsson mbl.is

Munnlegt samkomulag náðist síðdegis í dag milli biskups Íslands og sr. Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi. Samkvæmt samkomulaginu mun sr. Gunnar starfa sem sérþjónustuprestur á Biskupsstofu frá 15. október 2009 til og með 31. maí 2012.

Eftir það verður Gunnar verkefnaráðinn í hlutastarf að 70 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu og Lögmannstofunni rétti, fyrir hönd Gunnars, felur samkomulagið í sér að ekki verða frekari eftirmálar af hálfu sr. Gunnars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert