Segir Þorleif ekki fara með rétt mál

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, fari ekki með rétt mál í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Að sögn Guðlaugs þakkar Orkuveitan aðkomu Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að lausn mála varðandi Evrópska fjárfestingabankann.

„En í heilt ár hefur starfsfólk Orkuveitunnar haldið uppi góðu sambandi við bankann og fengið í gegn lánið. Ég þakka það bæði starfsfólki Orkuveitunnar, skrifstofu Reykjavíkurborgar og aðkomu fjármálaráðuneytisins," segir Guðlaugur.

Hann vísar ásökunum Þorleifs um trúnaðarbrot á bug þar sem hann hafi hvergi sagt neitt annað um Norðurál annað en að OR og Norðurál séu í samningaviðræðum. „Það er ekkert leyndarmál. Ekki nefnt neinar upphæðir neins staðar. Hvergi nefnt eina einustu upphæð og ég vísa þessum orðum Þorleifs algjörlega á bug," segir Guðlaugur í samtali við mbl.is.

Hann segist hafa hvergi tengt saman Suðvesturlínu við þessa frestun á túrbínum líkt og Þorleifur sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag.

Viðtalið við Þorleif

Þorleifur Gunnlaugsson sendi mbl.is bréf kl. 20:23 þann 6. nóvember þar sem hann gerir miklar athugasemdir við málflutning Guðlaugs Sverrissonar. Bréf Þorleifs má lesa í viðhengi.

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert