Spyr um skipan nýs sendiherra

Carol van Voorst innan um skreytingar í sendiráðinu við Laufásveg …
Carol van Voorst innan um skreytingar í sendiráðinu við Laufásveg fyrir forsetakosnignarnar í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur á Alþingi lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um það hvort nýr sendiherra Bandaríkjamanna hér hafi tekið til starfa.

Einnig er spurt hvort töf á skipun sendiherra tengist uppákomu í tengslum við veitingu fálkaorðu til Carol van Voorst fráfarandi sendiherra sl. vor, þar sem forsetaembættið kippti að sér hendi.

„Ég velti fyrir mér hvort orðumálið tengist því að nýr sendiherra er enn ekki kominn,“ segir Guðlaugur Þór sem einnig spyr hvaða þýðingu það hafi ef Bandaríkin hafa ekki sendiherra hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert