Stytta reist við höfuðstöðvar KSÍ

Albert sýnir ungviði hvernig bera skulil sig að með boltann.
Albert sýnir ungviði hvernig bera skulil sig að með boltann.

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur hefur samþykkt ósk Knattspyrnusambands Íslands og álit safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um heimild fyrir staðsetningu styttu af Alberti Guðmundssyni fyrir framan höfuðstöðvar KSÍ við Laugardalsvöllinn.

Þegar óskað er eftir að reisa minnisvarða í Reykjavík fer erindið fyrst til menningar- og ferðamálaráðs og þaðan er það sent til umsagnar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Safnstjórinn staðfesti ósk KSÍ og á nýjasta fundi ráðsins tóku fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks undir umsögn hans en fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá. Þar með getur KSÍ látið reisa styttuna á fyrirhuguðum stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert